Að setja upp APRSd

Viðbót: Eftir nokkrar prófanir og tilraunir undanfarna daga, hef ég gefist upp á aprsd sem neinu öðru en monitor tóli með foxdigi. Mæli með að fólk skoði frekar pistilinn minn um aprx og raspberry pi hér að ofan. Leiðbeiningarnar eru svipaðar fyrir aprx á i386 eða x64 en þó einfaldari. Foxdigi virkar illa sem gott TNC, mæli frekar með Arduino.

Smá leiðbeiningar um hvernig eigi að setja upp aprsd. Til að byrja með vil ég minna á http://aprs.ulfr.net/ þar sem ýmislegt sniðugt er að finna, hráa móttekna pakka sem nýtist við greiningu á aprs í loftinu og gefur betri hugmynd um hvað er að gerast en t.d. að skoða http://aprs.fi/
Þessar leiðbeiningar eru unnar af mér, Samúel Ú. Þór (TF2SUT) og gefa ekki endilega mynd af því hvernig *eigi* að setja upp aprsd, heldur er þetta byggt á trial n’ error og púsluspili af misvísandi upplýsingum. Ef þetta virkar ekki fyrir þig eða kveikir í stöðinni þinni, þá er það á þína ábyrgð.

Betrumbætur þegnar.

Fyrir þetta þarftu eftirfarandi:

  • Linux vél með debian, ubuntu, eða öðru *nix kerfi sem aprsd virkar á.
  • APRS TNC sem sendir út CMD útá serial. (T.d. Foxdigi, tinytrak eða sambærilegt.)
  • APRS uppsetningu (TNC tengt við VHF stöð)

Byrjum á því að setja upp forritið. Ég miða þetta við Debian 6, en þetta ætti að vera svipað á öðrum stýrikerfum. Opnum terminal (ctrl + alt + t).

# sudo apt-get install aprsd

Ef það heppnast þá ertu tilbúinn fyrir næsta skref, að stilla aprsd. Vanalega situr config skráin undir /etc/aprsd/aprsd.conf, ef hún er ekki þar, skaltu finna hana með ‘locate aprsd.conf’. Ef hún finnst ekki skaltu búa hana til undir /etc/aprsd/aprsd.conf

# sudo vim /etc/aprsd/aprsd.conf

Þá birtist risa skjal. Við skulum skoða þá parametra sem skipta máli, restin, bíðum við með þar til síðar.

Í Debian 6 er aprsd daemon ræst með: $ sudo /etc/init.d/aprsd start
Til að endurræsa aprsd daemon: $ sudo /etc/init.d/aprsd restart

En fyrst skulum við stilla config skránna. Hér erum við með kallmerkið TF2SUT-3 og því nota ég það hér að neðan, þú verður að sjálfsögðu að setja inn þitt eigið kallmerki og aðra valmöguleika sem eiga við.

# Heiti á Internetinu, ekki RF!
servercall TF2SUT-3

# Kallmerki á RF! (yfirskrifað af INIT.TNC, meira um það síðar)
MyCall TF2SUT-3

# Staðsetning, veit ekki alveg hvaða máli þetta skiptir eða hvar þetta kemur fram…
MyLocation Akranes_IS

# Netfang
MyEmail samuel@ulfr.net

# Radioviti út á Internetið, ekki RF!
NetBeacon 30 !6418.73NI02202.41W& Digipeater and IGate http://aprs.ulfr.net

# Hreinsum “history” í aprsd á 35 mínútna fresti
expire 35

# Stillum TNC baud hraða, port os.f.v
# Gæta að því að serial portið hafi rétt réttindaflögg.
# ‘sudo chmod 755 /dev/ttyS0’
# nothæfur baud hraði 1200,2400,4800,9600 and 19200.
#
tncport /dev/ttyS0 # /dev/ttyS0 er fyrsta serial portið, ef þú notar USB serial breyti gæti hann heitið eitthvað eins og /dev/ttyUSB0 eða ámóta.
tncbaud 4800
# Foxdigi notar 4800bps, flest önnur nota 9600bps eða hærra.

# Við viljum leyfa upplýsingar frá internetinu útá RF (til að leyfa skilaboð).
rf-allow yes

# Við lokum á pakka sem vilja ekki fara í gegnum IGate (RFONLY, NOGATE)
filterNoGate yes

#
# ‘yes’ = all sem TNC móttekur er sett í log: /var/log/aprsd/rf.log
# Passið að stilla Logrotate! Annars fyllið þið harða diskinn fljótlega!
# Sjá http://aprs.ulfr.net/logrotate.conf
# Sjá fleiri upplýsingar um gagnsemi rf.log á http://aprs.ulfr.net/
# Athugið að þetta er mjög öflugt tól til að sjá hvort allt sé með felldu
# í loftinu án þess að þurfa talstöð.
# ‘no’ = Einungis kallmerki stafvarpans/IGáttarinnar er sett í log.
logAllRF yes

# Við síum okkar eigið kallmerki frá því að fara á netið ef
# það heyrist aftur eftir að hafa farið í gegnum stafvarpa
igateMyCall no

# Passkóðinn þinn
# í terminal skrifaðu ‘aprspass Þittkallmerki’ og þá færðu
# þinn eigin passkóða. Set minn hér inn þar sem þetta er
# hálf gagnslaust tól hvort eð er…
pass 16547

# Server upplýsingar:
# Type er annaðhvort “SERVER” eða “HUB” Ekki nota SERVER nema þú viljir sérstaklega
# binda þig við einn ákveðin netþjón.
# DIR: “RO” eða “SR”  RO er móttaka frá Internetinu, SR er bæði móttaka og sending.
# Við notum rotary netþjón, sjá betur Tier2 server. Hægt er að setja inn marga þjóna
# en einn rotary netþjónn dugar.
Server euro.aprs2.net 14580 hub-sr filter r/64/-22/1200

# server HOSTNAME PORT TYPE-DIR

# Skilgreinum hvaða port aprsd hlustar á.
# Það þarf ekki að forwarda þessum portum út á netið (framhjá router)
# nema ætlunin sé að geta stýrt IGáttinni utan frá.
# Mæli samt frekar með SSH til að hafa áhrif á þjóninn beint.
# Read ports.html for more info.
#
rawtncport 14580
localport 14579
mainport 10151
mainport-nh 10152
linkport 1313
msgport 1314
udpport 1315
sysopPort 14500
httpport 14501
ipwatchport 14502
errorport 14503
omniport 14600

Þá er config skráin klár. En hvað svo? kíkjum á INIT.TNC og RESTORE.TNC.

Ég mæli með að þú opnir þessar skrár og setjir # (hashtag) fyrir framan allar skipanirnar, eða hreinlega breytir nöfnunum á þeim í t.d. org-INIT.TNC og org-RESTORE.TNC þannig að aprsd sé ekkert að vesenasts með þær. Við viljum halda stillingunum á módeminu algjörlega frá aprsd, að sinni amk. (Note: ég er ekki alveg klár á því hvað nákvæmlega init.tnc og restore.tnc eiga að gera, þær virðast ekki hafa nein sérstök áhrif á foxdigi og mér gengur erfiðlega að týna saman upplýsingar um þetta. HINSVEGAR, virðist foxdigi módemið mitt stundum “hanga” eftir að ég hef stoppað og ræst á ný aprsd. Til að komast hjá því að þurfa að endurræsa nota ég forritið minicom og endurræsi módemið með því að velja menuið (ctrl a og síðan z) og velja þar ‘x’. Frekari leiðbeiningar um minicom má sjá hér: http://www.ulfr.net/Inn/?p=217

Þá er næsta skref að endurrræsa aprsd og sjá hvort allt virki, til þess ræsum við aprsd ekki sem daemon í bakgrunni heldur beint.

$ sudo /etc/init.d/aprsd stop

$ sudo /usr/sbin/aprsd

Þá ætti að koma upp romsa á terminal sem sýnir hvað hann gera.

Reading /etc/aprsd/aprsd.conf
servercall TF2SUT-3
MyCall TF2SUT-3
MyLocation Akranes_Is
MyEmail samuel@ulfr.net
MaxUsers 150
MaxLoad 100000000000
NetBeacon 30 !6418.73NI02202.41W& Digipeater and IGate http://aprs.ulfr.net/
ackrepeats 2
ackrepeattime 5
expire 35
tncport /dev/ttyS0
tncbaud 4800
rf-allow yes
filterNoGate yes
history-allow yes
logAllRF yes
aprsPass yes
TncPktSpacing 1500
igateMyCall yes
pass 16547
server euro.aprs2.net 14580 hub-sr filter m/800
rawtncport 14580
localport 14579
mainport 10151
mainport-nh 10152
linkport 1313
msgport 1314
udpport 1315
sysopPort 14500
httpport 14501
ipwatchport 14502
errorport 14503
omniport 14600
NetBeacon is: TF2SUT-3>APD225,TCPIP*:!6418.73NI02202.41W& Digipeater and IGate http://aprs.ulfr.net/

Opening serial port device /dev/ttyS0
Setting up TNC
Internet to RF data flow is ENABLED
nIGATES=1UDP Server listening on port 1315

igate0=euro.aprs2.net
Connecting to IGATEs and Hubs now…
Server Started
NetBeacon every 2 minutes : TF2SUT-3>APD225,TCPIP*:!6418.73NI02202.41W& Digipeater and IGate http://aprs.ulfr.net/

MYCALL set to: TF2SUT-3
IGATE Login: euro.aprs2.net TF2SUT-3 16547
Connected to euro.aprs2.net 14580

Ef ekki kemur upp “Disconnected from euro.aprs2.net” þá ætti allt að vera í fínu lagi.

#
Server Up Time    = 1 minute  62
Total TNC packets = 3
UDP stream rate   = 0 bits/sec
Msg stream rate   = 0 bits/sec
TNC stream rate   = 0 bits/sec
User stream rate  = 0 bits/sec
Hub stream rate   = 0 bits/sec
Full stream rate  = 0 bits/sec
Msgs gated to RF  = 0
Connect count     = 0
Users             = 1
Peak Users        = 0
Server load       = 0 bits/sec
History Items     = 1
aprsString Objs   = 1
Items in InetQ    = 0
InetQ overflows   = 0
TncQ overflows    = 0
conQ overflows    = 0
charQ overflow    = 0
Hist. dump aborts = 0

Þetta ætti að koma upp og sýnir að eitthvað er að gerast, síðan er bara að kíkja á http://aprs.fi og skoða hvort radíóvitinn okkar birtist ekki þar sem TF2SUT-3 með path í gegnum APD225 via TCPIP*,qAI,TF2SUT-3,T2NUERNBG,T2HUB3,APRSFI-C2 eða viðlíka path. TCPIP merkir að það fór beint inná netið, en ekki útá RF. Ef ekki, þá þarf að skoða hvort innsláttarvilla hafi verið gerð. Ef þetta vefst fyrir þér, endilega skildu eftir línu hér að neðan eða sendu mér póst. Minni einnig á http://spjall.ira.is og aprstf póstgrúbbuna á yahoogroups.

Ef þetta virkar allt skaltu loka aprsd með því að ýta á ctrl + c (sumum terminal er það ctr + a +d á sama tíma) og síðan ræsa aprsd með init skriftunni.

$ sudo /etc/init.d/aprsd start

Vona að þetta gangi vel!

  Heimildaskrá: (ekki endilega í réttri tímaröð)

http://www.wa4dsy.net/aprs/aprsdDOC.html
http://www.aprs2.net/wiki/pmwiki.php/Main/FilterGuide
http://www.aprs2.net/mon.htm
http://www.ulfr.net/Inn/?p=217

This entry was posted in Electronics, Radio and tagged , , , , , , . Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *