Kínverskir Arduino Nano, embeddedXcode og CH351 usb/serial

Orðið frekar langt síðan ég hef ritað eitthvað hingað inn. Kannske kominn tími á að búa til einhvern skemmtilegan DIY pistil. Enn og aftur, set ég þetta aðalega hingað inn fyrir framtíðar-sjálfið, svo það hafi einhverja hugmynd um hvernig eigi að gera þetta þegar ég hef löngu gleymt því hvernig ég fór að því að fá þetta til að virka. Pistill dagsins snýr að því hvernig eigi að fá kínverskar Arduino Nano eftirlíkingar til að virka með EmbeddedXcode á mac.

Smá bakgrunnur, ég rak augun í frekar ódýr Arduino Nano bretti fyrir nokkru, þar sem 10 stykki í pakka kostuðu rétt um $15. Þar sem ég hef verið að nota Arduino í hitt og þetta sem ég hef verið að föndra, datt mér í hug að þetta gæti verið góð hugmynd. Í versta falli hefði ég sóað tæpum 2000kr íslenskum í misheppnaða tilraun. Þegar ég loksins fékk brettin í hendurnar fór ég að prófa þær og kom í ljós að ekkert virkaði. Ég gafst upp eftir stutta stund og fór að einbeita mér að öðru. Nú settist ég loksins niður við þetta og fann útúr því hvað var að angra.

Vandræði með rekla.

Þetta var fyrsta vandamálið mitt. Þar sem þessi bretti nota ekki hefðbundna FTDI flögu (skiljanlega, stykkið kostar $4) og sem betur fer nota þeir ekki heldur “counterfeit FTDI”. Í staðinn er notuð flaga sem heitir CH351 og er ekki ósvipuð prolific usb2serial flögunum. Á Linux er þetta ekkert mál, þar sem reklarnir sem fylgja virka beint við. En á Mac OS X? Þar byrjar fjörið. Eftir smá eftirgrennslan rakst ég á þennan þráð á Arduino forums.

Þarna er vísað í nýja útgáfu af reklinum sem er notaður. Svo virðist sem það virki fyrir suma, og aðra ekki. Ég sjálfur fann aðra útgáfu af reklinum, en finn því miður ekki slóðina að honum. Ég set hann því hér inn, öðrum til gagns. (Athugið að öll notkun er á ykkar eigin ábyrgð!!!) Eftir að hafa sett upp þennan rekil þá fékk ég upp portið /dev/tty.wchusbserial1430

Með Arduino IDE gaurnum þá virkaði þetta beint. Ég þurfti að velja Device -> Arduino nano w/ atmega328

En þar sem ég þoli ekki standard Arduino IDE gaurinn þá vildi ég fá þetta til að virka í XCode þar sem ég nota EmbeddedXcode sem IDE. Það var frekar einfalt. Þú getur búið til nýtt project, eða valið eitthvað gamalt og gott og einfaldlega farið í Makefile í project directory og bætt við eftirfarandi línum:

BOARD_TAG = nano328

BOARD_PORT = /dev/tty.wchusbserial1430

Við þetta ætti XCode að gúddera kínverska Nanó borðið. Ég er að keyra Mac OS X Mavericks og XCode 6.0.1 og nýjustu útgáfu af EmbeddedXCode.

Voila!

This entry was posted in Electronics and tagged , , , , . Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *