Heimsókn til Púerto Ríkó

Í maí fór ég til Púerto Ríkó til að aðstoða nemendur við háskólann í Púertó Ríkó Rio Piedras við að leysa vandamál varðandi myndavél og upptökur. Nú er ég á leiðinni aftur út, en mig vantar aðstoð ykkar. Þetta verkefni er algjörlega unnið á sjálfboðaliðastarfi og við höfum í raun engar fastar tekjur fyrir utan dagvinnu sem við vinnum utan verkefnisins sem við notum í að keyra verkefnið áfram. Því leita ég til ykkar. Ef þið getið séð af smá aurum fyrir verkefnið, ekki fyrir okkur, heldur fyrir geimrannsóknir og þróun!
Hér er kynnningarbréfið mitt:

Góðan daginn. 

Samúel heiti ég og er að vinna samstarfsverkefni með listamanninum Heins Kim og kvikmyndagerðamanninum Eric Adamsons.

Við rekum samtök (Nonprofit organization) sem nefnist Bifröst Corporation og erum að vinna verkefni sem kallast Bifröst The Aurora Project. Þetta verkefni byrjaði sem hugmynd um hvernig hægt væri að ná myndum innan úr norðurljósabeltinu, en hefur nú undið upp á sig og við erum að vinna að heimildarmynd um ferlið frá því að hugmyndin fæddist þar til við náum takmarki okkar, að efla samstarf milli háskóla víðsvegar um heim sem og efla hönnun og tækniþekkingu.

 

Þetta er langtímaverkefni þar sem verið er að sameina marga háskóla víðsvegar um heiminn til samstarfs ásamt því að efla alþjóðleg tengsl íslenskra háskóla. Við erum nú þegar að vinna að því að koma á samstarfi milli Háskólans Í Reykjavík og háskólans Í Púertó Ríkó, og er stefnan að HR sjái um hönnun og smíði hluta af tækjabúnaði eldflaugaskots næsta árs.

 

Við höfum nú þegar talsverðar reynslu og unnið ýmislegt, meðal annars styrkt eldflaugaskotið Mjölnir sem Háskólinn í Reykjavík gerði í maí á síðastliðnu ári. Á hverju ári höfum við þokast nær takmarki okkar, og nú er það svo að við erum að vinna verkefni með háskólanum í Púerto Ríkó þar sem ætlunin er að senda Sony A7S hágæðamyndavél upp í allt að 200km hæð í eldflaug sem NASA leggur til í tengslum við sérstakt verkefni fyrir háskóla í Bandaríkjunum núna í Ágúst.

Þetta kostar það að ég þarf að vera úti í Púerto ríkó meirihlutann af sumrinu við að aðstoða nemendur þar við smíði og samsetningu á tækjabúnaði sem við erum að nota í flugið.

 

Ég er því að leita að styrkjum til að styrkja mína dvöl þar úti nú í sumar.

Kostnaðaráætlun hljómar uppá 1200þús kr þar sem kaupa þarf meiri búnað til notkunar við flugið sem og flugmiðar, uppihald, gisting og fleira. Verði eitthvað fé umfram eftir sumarið verður það notað í áframhaldandi vinnu með Háskólanum í Reykjavík. Ég er að reyna að finna styrktarleiðir til að létta undir þeim kostnaði. Ef þið hafið áhuga á að styðja við bakið á verkefninu munum við meta það mikils, hversu há upphæðin sem þið getið styrkt mig kann að vera.

 

Það sem þið fáið út úr þessu:

Nafn fyrirtækisins kemur auðvitað við sögu í því sem gæti mótað framtíðar geimferðaráætlun Íslands, bæði fyrir og eftir ferðina mun ég bjóða upp á fyrirlestra í þeim fyrirtækjum sem styðja við mig þar sem ég mun kynna verkefnið ítarlega.

 

Kynningarmyndband má sjá á vefsíðunni okkar: http://www.bifrostaurora.org/videotrailer/

Einnig eru þar myndir af fyrri verkefnum okkar.

 

Virðingarfyllst,

Samúel Þór Hjaltalín Guðjónsson.

Þið sem viljið leggja mér liðveislu, getið lagt inn á reikning 0186-26-528 kt 280587-3119 tilvísun: Bifröst

This entry was posted in Almennt. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *