Leiðbeiningar

Hvernig á að reka APRS kerfið á Íslandi?

Hér ætla ég að reyna að fara yfir hvernig best er að standa að því að setja upp stafvarpa, internet gáttir, ferlara, veðurstöðvar og þess háttar sem tengjast APRS á Íslandi. Fyrir það fyrsta, þá er engin ein rétt leið, það þarf að útfæra hvert einstakt tilfelli útaf fyrir sig en alla jafnan geta þessar reglur hjálpað til við skilning á hvernig kerfið virkar og hvað henti best hverju sinni. Þetta skjal er einnig í sífellri vinnslu, og því vantar margt, og margt sem þarf að bæta við.

W1 Stafvarpi (e. Digipeater W1) – Stafvarpi sem er hugsaður til að fylla inní svæði, oftast lágafls eða miðlungssendistyrkur og stutt í IGátt eða W2 stafvarpa.

W2 Stafvarpi (e. Digipeater W2) – Stafvarpi sem staðsettur er hátt uppi, mikil dreyfing og nær að minnsta kosti tveimur internet gáttum.

W3 Stafvarpi (e Digipeater W3) – Stafvarpi sem staðsettur er mjög hátt uppi, t.d. í fjöllum þar sem mjög löng leið er í næstu IGátt.

Hvaða path?

WIDE2-1 fyrir stafvarpa, heimastöðvar, veðurstöðvar og aðrar stöðvar sem eiga auðvelt með að komast í tvær eða fleiri igáttir. (eitt hopp í gegnum W2 stafvarpa)

WIDE1-1,WIDE2-2 fyrir handstöðvar og bílstöðvar. (2 til 3 hopp)

WIDE1-1,WIDE2-1,WIDE3-3 notist eingöngu þar sem mjög langt er í næstu igátt. (Veðurstöðvar á fjöllum t.d. 3-5 hopp)

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *