HF stöðvar

Nú er ég að velta fyrir mér, þar sem mig er farið að langa í HF stöð í jeppann, hvaða stöð á að verða fyrir valinu.
Ég er aðeins búinn að vera að skoða Yaesu og Icom (leit aðeins á kenwood en þótti ekki merkilegt vera). Eftir nokkuð mikið um leitir á Google hef ég komist að þeirri niðurstöðu að mig langar í IC-706MKIIG eða IC-7000.
Þar sem 706 er hætt í framleiðslu þá hlítur maður að renna augum sínum til IC-7000. Virðist vera sem hægt sé að fá þessar stöðvar á ágætis pening á ebay.

Mér sýnist líka að miðað við filter stigin sem hægt er að fá í IC-706 sé nú þegar til staðar í IC-7000 og verðmunurinn á þeim er ekki svo ægilegur að það borgi sig að kaupa þá fyrrnefndu og bæta í hana filter rásum.

Fyrir utan að skjárinn á 7k stöðinni er mikið flottari og virðist líta betur út.

This entry was posted in Electronics and tagged , , , , , . Bookmark the permalink.

2 Responses to HF stöðvar

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *