Wiki síða

Enn ein andvökunóttin, og ég fékk þá flugu í hausinn að henda upp MediaWiki á Frigg. Ég veit ekki alveg afhverju, en það kemur í ljós á næstu dögum. Ég hafði hugsað mér að henda inn gagnlegum hlutum eins og formúlum, upplýsingum um radíódót og annað sem ég nota af og til og þarf að hafa greiðan aðgang að. Síðuna má nálgast hér en DNS færslan á sennilega eftir að detta inn með morgundeginum og verður síðan þá aðgengileg.

Þess má geta að vefsíðan hennar Andreu er komin upp aftur og má nálgast hana hér. Þar má finna ýmsar skemmtilegar myndir, og verður síðan vonandi uppfærð sem oftast. :)

This entry was posted in Almennt. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *