APRSd

Bætti aðeins við TF2SUT-3. Stefnan var að setja upp nýtt loftnet og tengja tölvu við módemið en úr varð að ég kom bara öðru í verk. Sem betur fer var það tölvan.

Því er http://aprs.ulfr.net og http://aprs.ulfr.net/rf.php komið upp. fyrri síðan segir til um stöðuna á þjóninum (uppfært handvirkt, en verður vonandi sjálfvirkt von bráðar) Seinni sýnir alla hráu pakkana sem TF2SUT-3 móttekur, ekki þá sem hann sendir á netið endilega, heldur þá sem hann móttekur í gegnum RF. Þetta getur því verið ágætis villuleitartól þegar maður er ekki alveg viss hvort ákveðnir stafvarpar eru að virka eðlilega.
RF.log er með sjálfvirka uppfærslu á 15mín fresti. Vélin sem safnar upplýsingunum er TF2SUT-3 og vélin sem sýnir þær á netinu er Frigg. (Tvær vélar á local neti)

Hugmyndir að betrumbót eða sniðugum fídusum er alveg vel þegin.

Viðbót:

Lagfærði rf.php og núna er hún uppfærð á 5mín fresti í stað 15. aprs.ulfr.net er með linka inná nokkrar undirsíður sem sýna stöðuna. (meðal annars rf.php) Bæti eflaust einhverju meira gagnlegu við þegar ég nenni.

Viðbót 2:

Bætti við config skránum mínum fyrir aprsd og FoxDigi, tenglar á aprs.fi og fleira gagnlegt. Þess má geta að TF2SUT-3 er núna orðið fullvirk IGátt.

This entry was posted in Electronics, Radio and tagged , , . Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *