NRoute með seríal GPS mús, eða for(int n=1;n=<8;n++)route

Fyrir stuttu fékk ég í hendurnar GPS seríal mús sem ælir úr sér NMEA gögnum. Hugmyndin var að tengjast Nroute og nota í jeppa. Eftir smá fikt og gúgl fann ég loksins eitthvað sem gekk. Það fyndna við þetta allt saman er að það var ekkert mál að tengjast gps tækinu með OziExplorer. Þetta hakk er bara nauðsyn ef þú vilt nota NRoute.

GPS músin er af tegundinni BU353  og fæst á ebay. Hún ælir út sér, eins og fyrr segir NMEA0183 streng sem hentar ágætlega, fyrir utan að NRoute notar Garmin prótókól en ekki hreint NMEA.

Lausnin var GPSProxyPC í samvinnu við com0com.

Byrjum á að ná í þau forrit sem þarf.

Næst setur þú GPS músina í samband við tölvuna og ferð í start -> run og skrifar þar inn devmgmt.msc og ýtir á enter. Þá opnast Device Manager tólið. Undir Ports (COM & LPT) sérðu einhver tæki. T.d. í mínu tilfelli:

“Prolific USB-to-Serial bridge (COM9)”

Taktu eftir COMn. Öll seríal tækin búa sér til comport, og þú skalt skrifa niður númerin á com portunum sem eru í notkun, því þau eru frátekin.

Uppsetning com0com

Settu upp com0com fyrst. Skjalið kemur í zip skrá, afþjappaðu henni, opnaðu síðan setup.exe og keyrðu það í gegn, það ætti að birtast gluggi sem bíður uppá að setja upp nýjan rekil (e. driver) fyrir com0com og samþykktu það. Það ætti að gerast tvisvar. Eftir að uppsetningu lýkur opnast command prompt gluggi. (Ef hann opnast ekki getur þú farið í Start -> Programs -> com0com -> og valið setup.

Nú skaltu velja tvö com port sem þú vilt nota sem virtual ports. Ath þú mátt ekki nota þau númer sem komu upp í device manager hjá þér eins og lýst er hér að ofan! Ég notaði COM4 og COM5.

Í command prompt gluggann skrifar þú eftirfarandi skipanir:

change cnca0 portname=COM4

change cncb0 portname=COM5

cnca0 (COM4) er port INN. cncb0 (COM5) er ÚT, athugaðu að portið ÚT má ekki vera hærra en 8. Þá er com0com komið.

GPSProxyPC

Settu upp GPSProxyPC á tölvuna. Þegar það er klárt skaltu ræsa forritið. Veldu Tools -> Settings og sláum inn upplýsingarnar sem við á.

GPS

GPS Type: NMEA 0183
GPS COM Port: Com9 (eða það com port sem GPS tækið segist vera, samanber device manager fyrr.)
Baud Rate: 4800bps

Appplication
Application COM Port
COM4 (Eða það com port sem þú valdir INN í com0com)
Baud Rate: 4800bps

Garmin Protocol: Hér breytti ég engu.

 

NRoute

Settu upp NRoute. Ef þú færð villumeldingar getur verið að það vanti .net 4 frá Microsoft. Þú getur sótt það á vefsíðu Microsoft. Þá er þér boðið að velja GPS tæki, þar skaltu velja COM5 (eða það com port sem þú valdir þér, svo lengi sem það er COM8 eða lægra). Þá ætti allt að virka!

Heimildir

http://www.gpsaustralia.net/forums/archive/index.php/t-14605.html

http://sourceforge.net/projects/com0com/files/com0com/2.2.2.0/

This entry was posted in Ferlar og GPS and tagged , , , , . Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *