Loki fær nýtt heimili

Eins og alþjóð veit, hefur síðan mín legið niðri í annsi langan tíma. Ástæðan var einföld, skipt var um beini þar sem Loki var staðsettur og sökum vinnu hef ég ekkert komist í að stilla hann.
Ákvað að endingu að færa hann um stað og koma honum á ljósleiðaratengingu. Þannig að síðan og allt er komið í loftið á ný.

Annars er lítið að frétta, nema bara vinna vinna vinna vinna vinna vinna og meiri vinna, svo reyndar læddist smá skóli þarna inn með.
Er búinn að vera í raunfærnismati undanfarið og gengur með ágætum alveg hreint.

Læt þetta duga að sinni.

Á döfinni:
Ubuntu umsögn.
APRS, TT4, GPS og fleira dót yfir HF og 2m í tengslum við APRS pælingarnar.
HF tvípól net á bíl pælingar.
PIC pælingar.
WSPR, eða Whisper.

Vil einnig minna á að á döfinni er námskeið til Amatör réttinda. Sjá síðu ÍRA.

jæja, nóg í bili (x2)
73 og blessó og allt það.

This entry was posted in Almennt. Bookmark the permalink.

One Response to Loki fær nýtt heimili

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *