Lífið..

Mikið verið að gerast hjá mér nýlega. Renni hratt yfir það ómerkilega.

Mikið verið að gerast uppí strætó BS, þar sem við erum að skipta út gamla tölvukerfinu fyrir nýtt og fínt tölvukerfi með ferilvöktun, talandi leiðarlýsingar og ljósaskilti!

Skóladót: Ég ákvað að fara í raunfærnismat(tm) hjá Rafiðnaðarskólanum. Það gengur ágætlega og áætluð lok eru í byrjun desember. Þá fæ ég að vita hvaða áfanga ég þarf að taka á næstu önn til að ljúka Rafeindavirkjun(r).

APRS hefur legið smá í ládeyð, en væntanlegar verða meiri fréttir af því á morgun, þá verður fundur hjá okkur sem eru áhugasamir um APRS á íslandi.
Ég fékk ferlarann / TNC frá Byonics í dag. Frábær þjónusta, sendu hratt og gekk vel að koma kittinu saman.
Ákvað að taka kit útgáfuna í stað samsetts þó einvörðungu hefði munað $10. Það er aðeins skemmtilegra að púsla þessu saman sjálfur.
Næsta skref verður að útbúa kapla og dót fyrir GPS-ið og yfir í stöðina og fara út að keyra og njóta þess að stóri bróðir getur loks fylgst með mér á APRS.fi!

HF: Ég tók mig til og pantaði mér HF/VHF/UHF stöð um daginn. IC-706MKII til að vera nákvæmur (EKKI G!)
Landaði henni inn á $417, sem mér þykir vera ágætt.
Í kjölfarið ákvað ég að ég þyrfti HF net á bílinn, og hóf smíði á monoband HF neti fyrir jeppann. Nánar í næstu færslu.

This entry was posted in Almennt. Bookmark the permalink.

One Response to Lífið..

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *