Reiðhjólakort af Íslandi.

Ég tók slaginn við Garmin, OpenStreetMaps og félaga.

Hafði betur (að ég held) og tókst að búa til nokkur kort af Íslandi, þar á meðal reiðhjólakort. Ég á eftir að prófa þetta almennilega, en hérna er alpha útgáfa.

Ég veit ekki almennilega hvort þetta virkar almennilega sem routable kort, en það er nú samt hugmyndin. Vandamálið við OSM kort er samt að mikið af fjallaleiðum vantar inná það, en ég er að vinna í því að reyna að bæta það.

Til að skella þessu á gps tækið er einfaldast að setja þetta í Garmin möppuna á SD kortinu í Garmin tækinu og breyta nafninu á skránni í gpmapsupp.imgEf tækið styður fleiri en eina gmapsupp.img skrá getur þú kallað hana gmapsupp2.img eða eitthvað…

Kortið er gefið út með sama leyfi og OpenStreetMap notar. Hægt er að nálgast upplýsingar um það hér.

Þigg athugasemdir með þökkum

 

This entry was posted in Bicycles / Reiðhjól, Ferlar og GPS. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *