Óveður

Búið að vera brjálað gott veður um helgina. Að vísu búinn að sofa annsi mikið af því af mér… en svona er þetta.
Hékkt úti í sólinni í dag og fékk skyndilega hugdettu um að búa mér til valslöngvu… Frekar hentug hugmynd. Skrítið að mér hafi ekki dottið þetta í hug fyrr, þetta er eitt af því ódýrasta sem maður getur búið til og hægt er að gera þetta úr hverju sem er.

Ég ákvað að föndra mitt úr leðri og leðurólum. Fór út að Leyni og stóð á grjótgarðinum og skaut að vargnum. Með smá tíma ætti ég að verða orðinn ágætur í þessu, þetta er smá tækni, en getur orðið mjög skemmtilegt, og banvænt.

Annars henti ég saman í eina armhlíf um daginn, kom ágætlega út. Eigandinn virðist amk vera sáttur.

En D&D kallar…. adios

This entry was posted in Almennt. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *