Jæja, ég hefi ekki verið iðinn við að blogga hérna, eða setja neitt efni inn, bætti þó nokkrum tenglum við hér til hliðar.
En allavegana, ég er búinn að vera að leika mér aðeins með APRS.
Þannig vildi til að Jón Þóroddur, TF3JA, kom að máli við mig og vildi að ég tæki það að mér að koma upp APRS IGate með búnaði sem Halli, TF3HP átti.
Þessi búnaður var í megindráttum TNC-X og Fontek FM-1525 VHF stöð (Ef einhver á schematic yfir slíka stöð má hann endilega hafa samband).
Eftir ráðfæringar ýmissa fróðra manna (og eftir að lóðað hafði verið inná rétta víra á Fontek stöðinni) var ég kominn með TNC-X stýrt af KISS staðlinum í gegnum UI-View, sem mér persónulega, þykir ekki skemmtilegasta forrit til að eiga við. Enda líka orðin 6 ár síðan einhver þróun eða breyting var á því, förum ekki nánar í það.
Eftir mikinn hausverk og pælingar, einfaldlega því ég var ekki almennilega að skilja hvað ég var með í höndunum, og einnig vegna ónógs, eða öllu heldur, of mikils upplýsingaflæði lýðnetsins. Ég gat setið og lesið mér um APRS klukkutímunum saman án þess að verða nokkuð nær því hvað ég var með í höndunum.
Í dag hinsvegar tókst mér að fá þetta til að virka sem IGate, en ekki sem Digipeater þó næsta verkefni verði það.
Þessi móttakari verður með QTH á Akranesi til prófunar, svo seinna meir í Hraunbæ.
Sjá má leifar af prófunum á TF2SUT og TF3HP-7
Ég er ennþá að nota UI-View, en er mikið að íhuga einhvern af linux kostunum. Enda linux töluvert skemmtilegra umhverfi til að eiga við en Windows.
Væri gaman að sjá hver drægnin er á þessum búnaði, sér í lagi ef þetta fengi alvöru loftnet og uppá þak, en ekki 1/2 dípól á húsvegg.
Næstu skref:
-
Græja þetta sem digipeater en ekki IGate.
- Koma upp ferlara (i.e. tracker) í bílana hjá mér.
- Betra loftnet uppá þak hússins.
Ef einhver vill til að eiga einhvern tracker til að lána mér fyrir helgina væri það vel þegið, ég er nefninlega á leiðinni vestur í Sælingsdal og langar að gera smá tilraunir á leiðinni.
Nóg í bili. Ætla að reyna að græja eitthvað ágætis “how to” um uppsetningu þessa búnaðar og ferlara von bráðar.
Allar spurningar og eða uppástungur vel þegnar.
73 de TF2SUT
2 Responses to APRS uppsetning og prófanir.