APRS prófanir v 1.1

Jæja.
Var niðrí TF3IRA að prófa APRS búnaðinn. Virkaði mjög vel til að byrja með en svo datt TNC-X græjan út, þeas, virtist ekki móttaka neina pakka. Skoðaði AF út af stöðinni og reiknaði með að það væri dautt, en þá var greinilega sveiflusjáin niðrí ÍRA eitthvað að svíkja mig, var reyndar með eitthvað grunsamlegan prób en svona er þetta bara…

Kíkti uppí Múla og prófaði aftur og voila! Allt virkar í fínu… Smá prófanir í viðbót í kveld áður en þetta fer endanlega í loftið.

Ég og Jón, TF3JA, ætlum að demba okkur miðmorguns annan dag að smella þessu upp uppí Hraunbæ og ætti þá að vera hægt að fylgjast með tækjum, að minnsta kosti á höfuðborgarsvæðinu, á APRS.fi

73 de TF2SUT

This entry was posted in Electronics and tagged , , . Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *