Jæja. Það hafðist. Við Jón, TF3JA fórum uppí Hraunbæ á föstudaginn var og settum upp APRS IGate.
Þetta er tiltölulega frumstæður búnaður enn sem komið er, en planið er að bæta þetta með tíð og tíma.
Laptop með UI-View, tengdur við TNC-X box og með rétt um 1/4 neti á röri (svona rétt temmilegt jarðplan) Fontek 1545 VHF stöð er notuð.
Tíðnin er 144,800MHz.
Staðsetningu IGate-sins má sjá á aprs.fi undir TF3JA-1.
Hugmyndin er að setja alvöru 4dB húsnet í staðinn þarna upp, aðra VHF stöð sem er heppilegri og linux vél, með einhverju öðru en UI-View, sem keyrir digipeater í stað IGate.
IGate verður síðan staðsett einhverstaðar í móttökufæri við Digipeater-inn til að rúta upplýsingunum inná Internetið.
Ég hef verið að gera smá prófanir á þessu, með kenwood handstöð, bæði loftnetinu sem er á stöðinni og útineti til skiptis. Drægnin skánar strax með útineti en virðist vera ágæt á höfuðborgarsvæðinu.
73 de TF2SUT