Kínverskir Arduino Nano, embeddedXcode og CH351 usb/serial

Orðið frekar langt síðan ég hef ritað eitthvað hingað inn. Kannske kominn tími á að búa til einhvern skemmtilegan DIY pistil. Enn og aftur, set ég þetta aðalega hingað inn fyrir framtíðar-sjálfið, svo það hafi einhverja hugmynd um hvernig eigi að gera þetta þegar ég hef löngu gleymt því hvernig ég fór að því að fá þetta til að virka. Pistill dagsins snýr að því hvernig eigi að fá kínverskar Arduino Nano eftirlíkingar til að virka með EmbeddedXcode á mac.

Smá bakgrunnur, ég rak augun í frekar ódýr Arduino Nano bretti fyrir nokkru, þar sem 10 stykki í pakka kostuðu rétt um $15. Þar sem ég hef verið að nota Arduino í hitt og þetta sem ég hef verið að föndra, datt mér í hug að þetta gæti verið góð hugmynd. Í versta falli hefði ég sóað tæpum 2000kr íslenskum í misheppnaða tilraun. Þegar ég loksins fékk brettin í hendurnar fór ég að prófa þær og kom í ljós að ekkert virkaði. Ég gafst upp eftir stutta stund og fór að einbeita mér að öðru. Nú settist ég loksins niður við þetta og fann útúr því hvað var að angra.

Vandræði með rekla.

Þetta var fyrsta vandamálið mitt. Þar sem þessi bretti nota ekki hefðbundna FTDI flögu (skiljanlega, stykkið kostar $4) og sem betur fer nota þeir ekki heldur “counterfeit FTDI”. Í staðinn er notuð flaga sem heitir CH351 og er ekki ósvipuð prolific usb2serial flögunum. Á Linux er þetta ekkert mál, þar sem reklarnir sem fylgja virka beint við. En á Mac OS X? Þar byrjar fjörið. Eftir smá eftirgrennslan rakst ég á þennan þráð á Arduino forums.

Þarna er vísað í nýja útgáfu af reklinum sem er notaður. Svo virðist sem það virki fyrir suma, og aðra ekki. Ég sjálfur fann aðra útgáfu af reklinum, en finn því miður ekki slóðina að honum. Ég set hann því hér inn, öðrum til gagns. (Athugið að öll notkun er á ykkar eigin ábyrgð!!!) Eftir að hafa sett upp þennan rekil þá fékk ég upp portið /dev/tty.wchusbserial1430

Með Arduino IDE gaurnum þá virkaði þetta beint. Ég þurfti að velja Device -> Arduino nano w/ atmega328

En þar sem ég þoli ekki standard Arduino IDE gaurinn þá vildi ég fá þetta til að virka í XCode þar sem ég nota EmbeddedXcode sem IDE. Það var frekar einfalt. Þú getur búið til nýtt project, eða valið eitthvað gamalt og gott og einfaldlega farið í Makefile í project directory og bætt við eftirfarandi línum:

BOARD_TAG = nano328

BOARD_PORT = /dev/tty.wchusbserial1430

Við þetta ætti XCode að gúddera kínverska Nanó borðið. Ég er að keyra Mac OS X Mavericks og XCode 6.0.1 og nýjustu útgáfu af EmbeddedXCode.

Voila!

Posted in Electronics | Tagged , , , , | Leave a comment

Af múslimum og mönnum…

Eftir að hafa fylgst með umræðunni í aðdraganda kosninganna nýafstaðinna, og öllu hafaríinu í kringum byggingu mosku í Reykjavík, get ég ekki orða bundist, og hreinlega verð að koma þessu frá mér á ritað mál.

Til að byrja með, ég er ekkert sérlega hrifinn af Íslam. Ekkert frekar en ég er hrifinn af Kristni, eða hvaða öðru trúarbragði sem mönnum dettur í hug að finna upp á hverjum tíma. Helst get ég umborið Ásatrú og Búddisma, en þó með trega, enda eru svartir blettir á sögu hvoru tveggja. Samanber tengingu ásatrúar við nasisma og þjóðernishyggju og það að öfgakenndir Búddistar hafa framið þjóðarmorð í nafni trúar sinnar… Hversu kaldhæðnislegt sem það kann að hljóma.

Íslam er ekkert verri trú en hver önnur, vandamálið við hana hinsvegar er að hún er rituð af mönnum misgóðum. Í gegnum aldanna rás hafa orðið til ýmsar viðbjóðslegar reglur og lög sem haldið er fast í og móta þar með samfélög um allan heim. Má þar nefna nauðungagiftingar ungra stúlkna, kvenfyrirlitningu og almenn mannréttindabrot. Þetta á líka við um fleiri trúarbrögð, ef við skoðum söguna aðeins, þá er kristinndómur ekki beint með góða einkunn hvað mannréttindi og kærleik varðar, sem er einnig dálítið kaldhæðnislegt.

Að halda í mannréttindi og góða siði er eitthvað sem allir ættu að reyna eftir fremsta megni, og að breyta ríkjum sem teldust vond, yfir í eitthvað sem telst vera gott. Til að skilja betur muninn á góðum og vondum ríkjum er gott að lesa þennan stórfína pistil frá Pawel. Hann listar þetta nokkuð vel.

Að neita ákveðnum trúarhópum umfram aðra um að byggja sér bænahús getur aldrei talist vera mannréttindi, það er nær fasisma en nokkuð annað. Hvort trúfélög eigi að fá úthlutað lóðum ókeypis er önnur umræða og á ekkert skilt við það hvort trúfélög yfir höfuð eigi að fá að byggja á ákveðnum stað eður ei. Þegar stjórnmálaflokkur fylkir liði undir þeim merkjum að ákveðnum trúarhópum skuli mismunað, n.b. jafnvel með atkvæðagreiðslu borgara, þá má leiða því að líkum að slíkur flokkist hallist á fasískar skoðanir. Fyrir utan það að meirihluti sem brýtur á minnihluta, er ekki lýðræði, heldur þjóðfélagslægur fasismi. Sem er í eðli sínu enn verra en flokkslægur fasismi, og býður hættunni heim á að úr verði öfgakenndir atburðir á við þá sem gerðust í þýskalandi á árunum fyrir seinni heimstyrjöld.

Af málfrelsi og skoðanafrelsi.

Það er allt í lagi að hafa vonda skoðun, og það er allt í lagi að hafa góða skoðun. Hinsvegar þegar ráðist er með persónuníði eða hótunum gagngert gegn ákveðnum einstaklingum eða hópum, þá getur slíkt tæplega talist til málfrelsis. Enda fylgir málfrelsi ábyrgð. Að skaða mannorð eða vega að mannorði einhvers, þarf að gerast að vel ígrunduð máli og hafa föst rök. Annað er mannorðsmorð. Það virðist, því miður sem svo, að mörgum þeim sem hafa sterkar skoðanir gegn Íslam eða íslamistum, gangi illa að sjá þarna á milli og fara með málfrelsi eða skoðanafrelsi sitt.

Ég sé ekkert að því per se að gagnrýna öfgafulla múslima eða ríki sem viðhalda múslímskri trú á öfgakenndu ‘leveli’, ekkert frekar en ég sé neitt að því að gagnrýna harðstjórnarríki eða önnur ríki sem teljast til “vondra” ríkja. Hvort sem þau eru kristin, íslömsk eða af öðrum toga.

Það sem ég sé að er að múslimar sem vilja reisa hér bænahús fái jafn viðamikinn skít frá fólki sem telur sig vera mannréttindasinna.

Fyrir mér mætti vera búið að banna öll trúarbrögð, kukl og önnur hindurvitni fyrir löngu, en það þætti mér þó fasismi, og þar tekst réttlætiskennd mín á við fasistann í mér. Fólk hefur alveg rétt til að trúa á drauga á himnum, eða drauga á jörðinni, eða forfeður, eða góða siði. Það skiptir ekki máli, en við eigum öll að hafa rétt á því að trúa því sem við viljum. SVO LENGI SEM ÞAÐ SKAÐAR EKKI AÐRA! Þetta virðist vera grundvallarmisskilningur hjá “þjóðernissinnuðum” einstaklingum, og þar byrjar einmitt fasisminn.

Svo ég vitni í orð þess mikla spekings, Yoda.
Ótti leiðir af sér reiði.
Reiði leiðir af sér hatur.
Hatur leiðir af sér þjáningar.

Posted in Almennt | Tagged , , , , , , | Leave a comment

The bicycling heroes of the arctic?

Just recently I found out two very fascinating travel blogs that I found interesting, actually, so interesting that I’m hitting refresh every damn time I get the chance to sit down at the computer to see if they’ve updated their blog.

The Cycling Dutch Girl.

Stating the obvious, it’s a blog about Dutch girl’s travel around the world, on a bicycle. Recently she’s been traveling around Iceland, yes, you read that correctly, Iceland. Yes, it’s still winter, and storms hit us repeatedly. Yet that girl is cycling like she just doesn’t give a fuck. What a badass. Also be sure to check out her other trips, not only is she a mad touring cyclist but she’s also quite a talented photographer and a storyteller. A talent that is not widespread these days.

Bike wanderer

Not so obvious, Bike wanderer is a guy with ambition, and got the guts to make things come true, like cycling through Canada, from Vancouver to Inuvik. Yeah, Inuvik is like, above 68° Latitude. Even though that guy does not seem to have much training or experience in such journeys, he just gets his ass off and starts getting there, with a minor budget, to be noted. I’m not sure how he does that, but man, that’s impressive. He also has to avoid bears, extreme cold, and whatnot. “Meals on wheels” kind of makes sense up there.

That makes me question my self: “what am I waiting for?”

Posted in Bicycles / Reiðhjól | 2 Comments

Sítt hár / Stutt hár / hommar og stelpulegir strákar

Það hefur ekki verið neitt leyndarmál að ég hef verið síðhærður í hátt í 11 ár. Sumpartinn af því að mér fannst það þægilegt, sumpartinn af því að mér fannst það kúl, en aðalega af því að mér fannst ég alltaf hálf asnalegur með stutt hár. En hvað um það, þessi pistill er ekki um það hvernig tíska mín er, eða hvort ég vilji vera með stutt eða sítt hár. Þessi pistill er um homma og stelpulega stráka. Nánar tiltekið: Fordóma.

Ég álpaðist til að láta plata mig að ég liti kannske ekki svo illa út með stutt hár, svona rétt uppúr áramótunum, og þar sem ýmsar breytingar hafa verið í gangi í lífi mínu undanfarið ákvað ég að slá til, og ekki það að ég hafi ekki velt þessu fyrir mér sjálfur. Ég gæti allt eins safnað hári aftur ef mér litist ekki á það. Svo ég klippti mig. Eða réttara sagt, fékk móður mína til að klippa mig, enda kann ég varla að klippa út úr pappír, hvað þá annað…

Síðan þá hef ég fengið allskyns undarleg “komment” á útlit mitt, sumt örugglega vel meint, og þó?

  • “Mikið lítur þú vel út svona með stutt hár” – Leit ég þá svona illa út með sítt hár? Well fuck you too.
  • “Þú ert loksins orðinn eins og karlmaður” – Takk. Ég s.s. var eins og kvenmaður áður fyrr, og er það endilega slæmt? Eru kvenmenn eitthvað verri en aðrir?
  • “Það er allt annað að sjá þig, það er eins og þú hafir yngst um 10 ár” – Tja, nei? Eru það ellimerki að vera með sítt hár?
  • “Þetta er mikið betra hjá þér, lítur ekki út eins og stelpustrákur!” – eh?
  • “Mikið ertu nú mannalegur með svona stutt hár, þú ert bara allt annar maður!” – Nei, ég er ennþá sami ég, bara með stutt hár.
  • “Þú varst alltaf svo hommalegur með sítt hár” – Eins og hommar séu verri en aðrir? Og hvaða máli skiptir það þig þó ég væri hommi?

Ég fattaði ekki alveg hversu miklum fordómum ég varð fyrir með sítt hár, fyrren ég klippti mig. Ég áttaði mig heldur ekki á hversu miklir fordómar eru gagnvart fólki, bara fyrir það hvernig það lítur út, þó að munurinn sé ekki mikill, ég meina, sítt hár / stutt hár, hverju skiptir það? Þetta er eins og að drulla yfir einhvern af því að viðkomandi fæddist óvart sem stelpa, eða afþví að viðkomandi vex ekki grön, eða hvað annað sem þér gæti þótt að viðkomandi…

Fyrir hvert svona “komment” missi ég nokkurnveginn alla virðingu fyrir viðkomandi. Svo ef þú ert eitt af þessum fíflum sem heldur að strákar eigi að vera með stutt hár og klæðast gallabuxum, og stelpur skuli vera með sítt hár og klæðast pilsum, þá ertu pottþétt einstaklingur sem ég mun fyrirlíta. Ef þú heldur að þú hafir verið að “hrósa mér” eins og sumir hafa sagt, þegar ég hef imprað á þessu við þá, þá ertu alveg jafn mikið fífl og þeir sem ég nefndi hér að ofan, þú bara skilur ekki þína eigin fordóma. Verstir eru þó þeir sem algjörlega afneita að um fordóma hafi verið að ræða, við þá hef ég ekkert að segja.

Að öðru leiti hef ég ekkert um þetta mál að segja.

Posted in Almennt | Leave a comment