Everything happens for a reason…

Some things in life just happen, other happen because they were caused by something. Sometimes life takes a really odd course, and I suppose I’ve felt that for the last few days.

The thing with life is that you cannot really predict what it is going to be up to a certain level. You know what the possible outcomes might be, but you can’t really prepare for all the possible outcomes, that might, or might not come.

A walk in the park or falling asleep might bring you to uncertain destinations. Even though it wasn’t predicted, or meant, in any a way.

My life just changed quite drastically, and I guess, that’s something I’ll have to get used to. Sleeping at friend’s couch and trying to find a place to sleep every now and then is just part of this big lottery we all participate in, constantly changing “homes”, or so to speak. My backpack is my home now.

Looks like I’m (hopefully) heading to Denmark in few months. And from there, Ireland or Scotland, who knows? It’ll be a change. I hope it will bring good times, leaving the past behind me, to start something new, something fresh that might eventually, restore my happiness, or lead me to my own mental destruction. We’ll see, but till then: Everything happens for a reason, be them bad or good.

Leave a comment

Af stórhættulegum rafhjólum…

Jæja.

Ég fékk smá tækifæri til að spreða öllum sparnaðinum í rafhjól. Góð ákvörðun? Ég veit það ekki, en dýr var hún. Reyndar ekki alveg eins dýr og hún hefði getað orðið, en dýrari en ég reiknaði með.

Byrjum á byrjuninni. Ég vinn í Fellsmúlanum, og þannig vildi til að rafhjól.is fluttu á Grensás fyrir einhverju síðan, ég tók eftir þessu fyrst í vor. Ég ákvað síðan fyrr í sumar að líta við og skoða úrvalið. Ég fékk að prófa og varð heillaður. Ég hugsaði með mér að með þessu kæmist ég allt sem ég vildi fara, uppá Höfða, útí Hafnarfjörð, niðrí miðbæ og jafnvel til Akureyrar. Kannski smá ýkt, en þið fattið. Ég var hugfanginn af þessari hugmynd, og hef reyndar lengi verið. Að lokum stóðst ég ekki freistinguna og gaf mig á vald rafhjólreiðaguðsins sem er ekki sérlega mikill vinur bílaguðsins, né reiðhjólaguðsins sé útí það farið.

Í sumar hef ég hjólað tiltölulega mikið að jafnaði. Ég hjóla í vinnuna, hjólaði á tónleika, hjólaði til vina, í bíó og svo framvegis. En það er eitt, alveg sama hve mikið ég tek á og reyni að æfa mig, ég get aldrei skroppið neina stutta vegalengd án þess að svitna. Það hefur raunar ekkert að gera með það að það sé svo erfitt að hjóla á Íslandi, heldur er þetta hreinræktað keppnisskap, mig langar alltaf að sigra sjálfan mig og komast hraðar en síðast, ákveðinn kostur, ef ég væri að keppa í Tour de France, en ég er bara að hjóla útí búð eftir mjólk.

Ég varð hugfanginn af þeirri hugmynd að geta sleppt bílnum algjörlega, fengið mér rafmagnshjól og geta ferðast allt sem ég vildi á því. Önnur ástæða var líka sú að þrátt fyrir að gamla DBS hjólið sem ég eignaðist þegar ég var 12 eða 13 ára (að mig minnir?) væri annsi sterkt og gott hjól, þá er það komið til ára sinna og ég er ekki lengur 1,6m að hæð líkt og í þá daga. (18″ hjól er alveg í minni kantinum fyrir einstakling sem viktar 185cm að hæð).

Eftir þá miklu vinnutörn sem ég hafði verið í undanfarið ákvað ég að taka nokkra daga í frí. Eitt af því sem ég gerði einn daginn var að skella mér í hjólreiðatúr um Höfuðborgarsvæðið og skoða reiðhjól í reiðhjólaverslunum landsins. Óhætt er að segja að ef ég dreg saman meðaltal þriggja áhrifavalda þá fannst mér ein búð bera af.

  • Verð
  • Þjónusta
  • Gæði

Það var Örninn, og hjólið sem varð fyrir valinu var TREK 4500, hjól með álstelli, vökvabremsum (diskar), 3×9 gíra, læsanlegum dempara úr stýri, endingargóðum (að sögn sölumanns) gírum og hrikalega töff litum. Með þessu keypti ég að sjálfsögðu bretti og afturljós, restina átti ég fyrir og bögglabera ætla ég að skoða aðeins betur áður en ég fjárfesti í.

Næst lág leið mín niður í Rafhjól.is. Þar mætti mér indæll sölumaður sem hefði þó, mátt hafa tæknilegu atriðin örlítið betur á hreinu. Engu að síður seldi hann mér rafmagnskit og 8 gíra krans. Síðar sama dag var kittið tilbúið og ég gat farið og sótt það. Strax um kveldið hóf ég handa við að púsla þessu saman og komst að því, mér til mikillar skelfingar, að mig vantaði að sjálfsögðu annan bremsudisk. Varð því ásetningin að hinkra til næsta kvölds.

Daginn eftir skondraðist ég niður í Rafhjól og fékk bremsudisk. Síðar um daginn hófst ásetningin og gekk ljómandi vel, eða svona hér um bil. Vandamálin sem ég lenti í voru eftirfarandi og skýrðust síðar.

  1. Það gekk hálf brösulega að stilla bremsudæluna þannig að gjörðin passaði í. Með smá kúnst tókst það nú samt.
  2. Ég þurfti að bæta við skinnum til að stellið rækist ekki utan í gírkransinn. (Það kom síðar skýring á því en vandamálið er enn til staðar og leysist vonandi á næstu dögum)
  3. Lagnirnar voru í það styðsta til að henta á hjólið. Litli fagmaðurinn í mér var annsi vonsvikinn að geta ekki valið 100% bestu leiðina fyrir lagnirnar, en það reddaðist.
  4. Pinnarnir í einu tenginu voru örlítið bognir, en það reddaðist, var samt smá svekktur yfir því en það gæti líka hafa verið klaufa skapur í mér er ég arkaði frá Rafhjól.is uppá verkstæði.

Vandamálið með kransinn er að hann skrúfast ekki eðlilega uppá, og ég þarf sennilega að rífa það í spað og skoða betur.

Heildar kostnaðurinn við þessa aðgerð er svona:

  • TREK 4500 á tilboði: 116k ISK
  • Aukahlutir uppá c.a. 16k ISK (standari, bretti, ljós ofl)
  • Rafkit: 115k ISK f. kit, 6k fyrir 8 gíra krans og 3k fyrir bremsudisk.
  • 251k ISK.

Mér finnst það nokkuð vel sloppið með allt sem ég fékk. Reiðhjólið er súper fínt, 21″ stell og virðist frekar sterklegt að sjá. Unun að hjóla á því. Lenti reyndar í óhappi á menningarnótt og sprengdi bæði dekkin undir því, en það var á stefnuskránni að losna við reiðhjólaventalana og fá slöngur með bílventlum í staðinn. Verst að ég reif afturdekkið illa og það er líklegast ónýtt. :(

Nú er ég búinn að hjóla töluvert á þessu hjóli, og enn meira síðan ég fékk rafkittið. c.a. 50km á hjólinu og 35km á rafkittinu. Ég er ekki enn búinn að ganga frá hraðamælinum (og er þar af leiðandi ekki með limiter á hraðanum sem rafmótorinn hjálpar til við). En ég skellti gps tækinu á hjólið og reyni að fylgja 25-30km/h hámarkshraða. Þó ég hjóli töluvert hraðar en það á jafnsléttu.

Það sem ég hef komist að eftir að hafa fengið mér rafmagnshjól:

  • Ég er ekki latari við að hjóla og láta reyna á þolið, ég tek hraustlega á þegar mig langar til þess og ég nota mótorinn aðalega upp brekkur.
  • Ég er ekki eins latur við að hjóla uppí Hamraborg í Nóatún eða útí Bónus eins og ég var, ófá skipti rölti ég bara uppí 10/11 sem er hér rétt hjá í stað þess að fara útí bónus/Nóatún ef mig vantaði eitthvað smálegt. Til lengri tíma litið mun þetta því spara innkaupakostnað.
  • Ég skrepp frekar á fundi á hjólinu en bílnum, því ég get mætt þar án þess að vera móður og blásandi eins og hvalur (með tilheyrandi svita og ólykt)
  • Ég er sneggri á milli staða, því meðalhraðinn jókst, þó að hámarkshraðinn hafi ekki gert það. Ég er bara á  22km/h í stað 7-12km/h upp brattar brekkur.
  • Meðlahraði minn á gamla hjólinu var um 16km/h að heiman og í vinnu, í dag er hann 22km/h.

Niðurstaðan er því sú að til lengri tíma litið mun þetta sjálfsagt spara mér í bensínkostnaði og rekstri bíls. Það er þó ekki þar með sagt að ég hafi sagt skilið við jeppann, en núna hef ég frelsi til að ferðast á milli staða og nýtt jeppann í það sem hann á að vera nýttur í, að fara á fjöll.

Að lokum nokkrar myndir af E-TREK 4500.

IMG_5653 IMG_5652 IMG_5644 IMG_5640

IMG_5646

 

Posted in Bicycles / Reiðhjól, Electronics | Leave a comment

NRoute með seríal GPS mús, eða for(int n=1;n=<8;n++)route

Fyrir stuttu fékk ég í hendurnar GPS seríal mús sem ælir úr sér NMEA gögnum. Hugmyndin var að tengjast Nroute og nota í jeppa. Eftir smá fikt og gúgl fann ég loksins eitthvað sem gekk. Það fyndna við þetta allt saman er að það var ekkert mál að tengjast gps tækinu með OziExplorer. Þetta hakk er bara nauðsyn ef þú vilt nota NRoute.

GPS músin er af tegundinni BU353  og fæst á ebay. Hún ælir út sér, eins og fyrr segir NMEA0183 streng sem hentar ágætlega, fyrir utan að NRoute notar Garmin prótókól en ekki hreint NMEA.

Lausnin var GPSProxyPC í samvinnu við com0com.

Byrjum á að ná í þau forrit sem þarf.

Næst setur þú GPS músina í samband við tölvuna og ferð í start -> run og skrifar þar inn devmgmt.msc og ýtir á enter. Þá opnast Device Manager tólið. Undir Ports (COM & LPT) sérðu einhver tæki. T.d. í mínu tilfelli:

“Prolific USB-to-Serial bridge (COM9)”

Taktu eftir COMn. Öll seríal tækin búa sér til comport, og þú skalt skrifa niður númerin á com portunum sem eru í notkun, því þau eru frátekin.

Uppsetning com0com

Settu upp com0com fyrst. Skjalið kemur í zip skrá, afþjappaðu henni, opnaðu síðan setup.exe og keyrðu það í gegn, það ætti að birtast gluggi sem bíður uppá að setja upp nýjan rekil (e. driver) fyrir com0com og samþykktu það. Það ætti að gerast tvisvar. Eftir að uppsetningu lýkur opnast command prompt gluggi. (Ef hann opnast ekki getur þú farið í Start -> Programs -> com0com -> og valið setup.

Nú skaltu velja tvö com port sem þú vilt nota sem virtual ports. Ath þú mátt ekki nota þau númer sem komu upp í device manager hjá þér eins og lýst er hér að ofan! Ég notaði COM4 og COM5.

Í command prompt gluggann skrifar þú eftirfarandi skipanir:

change cnca0 portname=COM4

change cncb0 portname=COM5

cnca0 (COM4) er port INN. cncb0 (COM5) er ÚT, athugaðu að portið ÚT má ekki vera hærra en 8. Þá er com0com komið.

GPSProxyPC

Settu upp GPSProxyPC á tölvuna. Þegar það er klárt skaltu ræsa forritið. Veldu Tools -> Settings og sláum inn upplýsingarnar sem við á.

GPS

GPS Type: NMEA 0183
GPS COM Port: Com9 (eða það com port sem GPS tækið segist vera, samanber device manager fyrr.)
Baud Rate: 4800bps

Appplication
Application COM Port
COM4 (Eða það com port sem þú valdir INN í com0com)
Baud Rate: 4800bps

Garmin Protocol: Hér breytti ég engu.

 

NRoute

Settu upp NRoute. Ef þú færð villumeldingar getur verið að það vanti .net 4 frá Microsoft. Þú getur sótt það á vefsíðu Microsoft. Þá er þér boðið að velja GPS tæki, þar skaltu velja COM5 (eða það com port sem þú valdir þér, svo lengi sem það er COM8 eða lægra). Þá ætti allt að virka!

Heimildir

http://www.gpsaustralia.net/forums/archive/index.php/t-14605.html

http://sourceforge.net/projects/com0com/files/com0com/2.2.2.0/

Posted in Ferlar og GPS | Tagged , , , , | Leave a comment

Reykjavík sem hjólaborg?

Nýlega var settur upp reiðhjólateljari Nordica Hotel á Suðurlandsvegi, samkvæmt frétt MBL.is um málið.

Tengill á teljarann.

Frá því að teljarinn kom upp má sjá að rúmlega 2.300 reiðhjól hafa farið þarna framhjá. Væri gaman að sjá fleiri svona teljara.

Posted in Almennt | Tagged , | Leave a comment