TF3JA-1

Jæja. Það hafðist. Við Jón, TF3JA fórum uppí Hraunbæ á föstudaginn var og settum upp APRS IGate.
Þetta er tiltölulega frumstæður búnaður enn sem komið er, en planið er að bæta þetta með tíð og tíma.

Laptop með UI-View, tengdur við TNC-X box og með rétt um 1/4 neti á röri (svona rétt temmilegt jarðplan) Fontek 1545 VHF stöð er notuð.
Tíðnin er 144,800MHz.
Staðsetningu IGate-sins má sjá á aprs.fi undir TF3JA-1.

Hugmyndin er að setja alvöru 4dB húsnet í staðinn þarna upp, aðra VHF stöð sem er heppilegri og linux vél, með einhverju öðru en UI-View, sem keyrir digipeater í stað IGate.
IGate verður síðan staðsett einhverstaðar í móttökufæri við Digipeater-inn til að rúta upplýsingunum inná Internetið.

Ég hef verið að gera smá prófanir á þessu, með kenwood handstöð, bæði loftnetinu sem er á stöðinni og útineti til skiptis. Drægnin skánar strax með útineti en virðist vera ágæt á höfuðborgarsvæðinu.

73 de TF2SUT

Posted in Radio | Tagged , | Leave a comment

APRS prófanir v 1.1

Jæja.
Var niðrí TF3IRA að prófa APRS búnaðinn. Virkaði mjög vel til að byrja með en svo datt TNC-X græjan út, þeas, virtist ekki móttaka neina pakka. Skoðaði AF út af stöðinni og reiknaði með að það væri dautt, en þá var greinilega sveiflusjáin niðrí ÍRA eitthvað að svíkja mig, var reyndar með eitthvað grunsamlegan prób en svona er þetta bara…

Kíkti uppí Múla og prófaði aftur og voila! Allt virkar í fínu… Smá prófanir í viðbót í kveld áður en þetta fer endanlega í loftið.

Ég og Jón, TF3JA, ætlum að demba okkur miðmorguns annan dag að smella þessu upp uppí Hraunbæ og ætti þá að vera hægt að fylgjast með tækjum, að minnsta kosti á höfuðborgarsvæðinu, á APRS.fi

73 de TF2SUT

Posted in Electronics | Tagged , , | Leave a comment

APRS uppsetning og prófanir.

Jæja, ég hefi ekki verið iðinn við að blogga hérna, eða setja neitt efni inn, bætti þó nokkrum tenglum við hér til hliðar.

En allavegana, ég er búinn að vera að leika mér aðeins með APRS.
Þannig vildi til að Jón Þóroddur, TF3JA, kom að máli við mig og vildi að ég tæki það að mér að koma upp APRS IGate með búnaði sem Halli, TF3HP átti.

Þessi búnaður var í megindráttum TNC-X og Fontek FM-1525 VHF stöð (Ef einhver á schematic yfir slíka stöð má hann endilega hafa samband).

Eftir ráðfæringar ýmissa fróðra manna (og eftir að lóðað hafði verið inná rétta víra á Fontek stöðinni) var ég kominn með TNC-X stýrt af KISS staðlinum í gegnum UI-View, sem mér persónulega, þykir ekki skemmtilegasta forrit til að eiga við. Enda líka orðin 6 ár síðan einhver þróun eða breyting var á því, förum ekki nánar í það.

Eftir mikinn hausverk og pælingar, einfaldlega því ég var ekki almennilega að skilja hvað ég var með í höndunum, og einnig vegna ónógs, eða öllu heldur, of mikils upplýsingaflæði lýðnetsins. Ég gat setið og lesið mér um APRS klukkutímunum saman án þess að verða nokkuð nær því hvað ég var með í höndunum.

Í dag hinsvegar tókst mér að fá þetta til að virka sem IGate, en ekki sem Digipeater þó næsta verkefni verði það.
Þessi móttakari verður með QTH á Akranesi til prófunar, svo seinna meir í Hraunbæ.
Sjá má leifar af prófunum á TF2SUT og TF3HP-7

Ég er ennþá að nota UI-View, en er mikið að íhuga einhvern af linux kostunum. Enda linux töluvert skemmtilegra umhverfi til að eiga við en Windows.

Væri gaman að sjá hver drægnin er á þessum búnaði, sér í lagi ef þetta fengi alvöru loftnet og uppá þak, en ekki 1/2 dípól á húsvegg.

Næstu skref:

    Koma upp ferlara (i.e. tracker) í bílana hjá mér.
    Betra loftnet uppá þak hússins.

Ef einhver vill til að eiga einhvern tracker til að lána mér fyrir helgina væri það vel þegið, ég er nefninlega á leiðinni vestur í Sælingsdal og langar að gera smá tilraunir á leiðinni.

Nóg í bili. Ætla að reyna að græja eitthvað ágætis “how to” um uppsetningu þessa búnaðar og ferlara von bráðar.

Allar spurningar og eða uppástungur vel þegnar.

73 de TF2SUT

Posted in Radio | Tagged , | 2 Comments

Óveður

Búið að vera brjálað gott veður um helgina. Að vísu búinn að sofa annsi mikið af því af mér… en svona er þetta.
Hékkt úti í sólinni í dag og fékk skyndilega hugdettu um að búa mér til valslöngvu… Frekar hentug hugmynd. Skrítið að mér hafi ekki dottið þetta í hug fyrr, þetta er eitt af því ódýrasta sem maður getur búið til og hægt er að gera þetta úr hverju sem er.

Ég ákvað að föndra mitt úr leðri og leðurólum. Fór út að Leyni og stóð á grjótgarðinum og skaut að vargnum. Með smá tíma ætti ég að verða orðinn ágætur í þessu, þetta er smá tækni, en getur orðið mjög skemmtilegt, og banvænt.

Annars henti ég saman í eina armhlíf um daginn, kom ágætlega út. Eigandinn virðist amk vera sáttur.

En D&D kallar…. adios

Posted in Almennt | Leave a comment